Fjölskyldusvæði á Flæðunum

Fjölskyldusvæði á Flæðunum

Alveg væri tilvalið að byggja upp (fjölskyldu-og lysti) garð á Flæðunum eins og oft hefur verið bent á, eftir að búið er að færa tjaldsvæðið þaðan. Gróðarsetja þyrfti stór tré og runna til að gera svæði skjólsælla. Útbúa mætti stóran leikvöll fyrir allan aldur, auk þess að hafa tjörn, grænt svæði, blómahaf, klifurklett, bekki, o.frv. Mögulega mætti byggja garðinn upp með sérstöku þema og fá fyrirtæki til að styrkja einstök tæki, tré eða garðinn í heild sinni.

Points

Flæðarnar eru miðsvæðis í bænum og það vantar meira af fjölskylduvænu svæði, hægt væri að blanda saman grænu svæði við steypt eða hellulagt torg eða eitthvað sem svipar til þess svæðis sem er í miðbæ Hafnarfjarðar. En þar er á hverju ári fjöldin allur af útitónleikum, jólamarkaður og fleira skemmtilegt fyrir íbúa.

Þetta svæði er frábært akkúrat til að stoppa í göngutúrnum með börnum og njóta lífi. Það vantar svona svæði í bænum. Okkur vantar ekki hótel eða slík annað, vantar fjölskyldu svæði.

Fjölskyldugarðurinn gæti verið sérstakt aðdráttarafl fyrir svæðið í heild sinni og hægt væri að tengja garðinn við uppbyggingu sundlaugarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information