Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson

Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson

Slóð stúlkunnar hefur legið víða, meðal skólapilta Lærða skólans jafnt sem útlendra sjóliða, enda faðerni barnsins á reiki. Tveir ólíklegir menn, Hjaltalín og Borgfjörð, taka að sér rannsókn málsins í kyrrþey, aðstoðaðir af skólapiltinum Móritz, sem segir söguna. Í þessari litríku, sögulegu skáldsögu er endurskapað andrúm liðinna tíma, þegar menn voru upprifnir af ættjarðarást og þó trúir sínum arfaherra. Þetta er saga af því þegar Ísland komst fyrst í erlendar fréttir, þegar Frónbúar neyddust til að undirbúa sína fyrstu stórhátíð, frásögn af kóngi og kotbýlingum, skólapiltum og skáldum, embættismönnum og efristéttarkonum, þénustupíum og þurrabúðarkörlum.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information