Þriðja málið: Valdamiklir menn eftir Jón Pálsson

Þriðja málið: Valdamiklir menn eftir Jón Pálsson

Það lítur út fyrir rólegan mánudag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar skyndilega kveður við ærandi hávaði og byggingin nötrar. Bílsprengja hefur verið sprengd utan við húsið. Andartaki fyrr hafði dularfullur pakki borist á stöðina, stílaður á Þórhall, reyndan rannsóknarlögreglumann, sem falið er að stýra rannsókn málsins. Síðar sama dag finnst roskinn maður myrtur á bílaverkstæði í Kópavogi. Þórhallur og samstarfsfólk hans í rannsóknardeildinni eru undir mikilli pressu að upplýsa glæpina hratt og örugglega en fljótlega kemur í ljós að málin virðast teygja anga sína víðsvegar um samfélagið. Eru hryðjuverkamenn að láta til sín taka á Íslandi? Tengjast morðið og sprengingin? Af hverju kemur nafn efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað upp í tengslum við rannsókn málsins?

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information