Búrið eftir Lilju Sigurðardóttur

Búrið eftir Lilju Sigurðardóttur

Agla afplánar dóm í fangelsinu á Hólmsheiði. Ekkert bíður hennar utan múranna og Sonja ástkona hennar er horfin á braut. Agla er því fljót að grípa tækifærið þegar fulltrúi erlends stórfyrirtækis biður hana um aðstoð í máli sem ekki má fara hátt. Það snýst um flókið fjármálamisferli og þar er hún á heimavelli. Með aðstoð Maríu, sjálfstætt starfandi blaðamanns, ræðst Agla til atlögu við hákarlana. Álkóngurinn Ingimar á sér einskis ills von en þegar María fer að spyrja óþægilegra spurninga bregst hann snarlega við – og það er leikur kattarins að músinni. Í kjallaranum heima hjá honum liggja hins vegar dýnamítstangir sem hann veit ekki af og bíða réttu stundarinnar …

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information