Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur

Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur

Þegar Áróra fær þær fréttir að ókunnugt barn segist vera systir hennar endurfædd bregður henni illa þótt staðhæfingin sé fráleit. Hún hefur leitað systur sinnar án árangurs í þrjú ár en nú virðist þetta litla barn búa yfir nýrri vitneskju. Sama dag kemur lögreglumaðurinn Daníel heim og finnur kveðjubréf frá leigjanda sínum, dragdrottningunni Lady Gúgúlú, sem kveðst þurfa að fara úr landi í skyndi. Þetta hljómar einkennilega – og þegar ógnandi menn birtast í leit að drottningunni verður ljóst að eitthvað verulega undarlegt er á seyði.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information