Boðorðin eftir Óskar Guðmundsson

Boðorðin eftir Óskar Guðmundsson

Á köldum vetrarmorgni árið 1995 hitti Anton, 19 ára piltur, prest fyrir utan Glerárkirkju á Akureyri. Eftir það sást hann aldrei aftur. Tveimur áratugum síðar finnst prestur myrtur í kirkjunni á Grenivík. Þegar lögreglan fer að rannsaka málið kemst hún að því að djákna hefur einnig verið ráðinn bani inni á Akureyri. Morðinginn skilur eftir sig torræð skilaboð en þó má lesa út úr þeim að hann sé í hefndarhug og fleiri mannslíf kunni að vera í hættu. Lögreglukonan Salka snýr aftur til starfa eftir leyfi af persónulegum ástæðum og tekst á við þetta viðkvæma mál. Enginn virðist allur þar sem hann er séður, hvort sem í hlut eiga lögreglumenn eða kirkjunnar þjónar, og sjálf þarf hún að glíma við gamla drauga.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information