Fölsk nóta eftir Ragnar Jónasson

Fölsk nóta eftir Ragnar Jónasson

Þegar Ari Þór Arason fær himinháan erlendan greiðslukortareikning sem hann kannast ekkert við tekur líf hans algjörum stakkaskiptum. Reikningurinn er nýlegur og virðist hafa átt að berast föður og alnafna Ara sem hvarf með dularfullum hætti mörgum árum fyrr, þegar Ari var barn að aldri. Hann ákveður að leita skýringa á þessum undarlega reikningi og um leið heldur hann á vit fortíðarinnar í leit að sannleikanum um föður sinn. Hvers vegna hvarf hann sporlaust? Hvernig gat hann skilið eiginkonu og son eftir í einsemd og sorg? Hvar er hann niðurkominn? Eða var hann kannski myrtur og hver vildi hann þá feigan?

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information