Skipið eftir Stefán Mána

Skipið eftir Stefán Mána

Óveðursský hrannast upp og eldingar rista himininn þegar fraktskipið Per se leggur úr höfn á Grundartanga og tekur stefnuna á Suður-Ameríku. Níu skipverjar eru um borð, flestir með eitthvað misjafnt í farteskinu. Nokkrir mannanna hafa heyrt að segja eigi upp áhöfninni og hyggjast því grípa til sinna ráða um leið og storminn lægir. Andrúmsloftið í skipinu er þrungið tortryggni, ógn og fjandskap og þegar sambandið við umheiminn rofnar er eins og ill öfl taki völdin … Hvílir bölvun á skipinu? Er laumufarþegi um borð? Á meðan Per se velkist í fárviðri úti á reginhafi heyja skipverjar harða baráttu við margvíslegar hættur, baráttu sem stigmagnast þar til hún verður upp á líf og dauða.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information