Svartigaldur eftir Stefán Mána

Svartigaldur eftir Stefán Mána

Þegar alþingismaður er stunginn til bana á Austurvelli snýst tilveran á haus. Það sem í upphafi virðist vera einfalt morðmál breytist smám saman í óreiðukennda martröð sem engan endi ætlar að taka. Ill öfl virðast vera á sveimi, og enn á ný er sjómannssonurinn og efasemdamaðurinn Hörður Grímsson flæktur í atburðarrás sem enginn botnar neitt í og ekkert virðist geta stöðvað. Ótti og upplausn gegnsýrir samfélagið, það hriktir í stoðum lýðræðisins og almenningur krefst aðgerða. En þegar harðnar á dalnum stíga harðjaxlar fram.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information