Kata eftir Steinar Braga

Kata eftir Steinar Braga

„Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu: himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna.“ Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information