Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson

Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson

Einn kaldan febrúarmorgun berast þær fréttir af virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka að sex starfsmenn hafi farist í hörmulegu slysi. Fljótlega koma í ljós vísbendingar sem benda til þess að þetta hafi ekki verið slys heldur kaldrifjað morð – jafnvel fyrsta mannskæða hryðjuverkið á Íslandi. Þegar lögreglulið úr borginni kemur á staðinn mætir því undarlegt samfélag, fjandsamlegt viðmót og hrikaleg náttúra. Einn fárra sem tekur lögreglumönnunum opnum örmum er portúgalskur verkamaður sem brosir breitt og býður þá velkomna með orðunum “Welcome to Alcatraz”. Skömmu síðar berast nýjar fréttir af svæðinu sem setja allt þjóðfélagið í uppnám.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information